Læknateymi brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo í Brasilíu segja allt horfa til betri vegar varðandi heilsu hans.
Það er BBC sem greinir frá málavendingunum en á dögunum var greint frá því að Pelé væri kominn á líknandi meðferð eftir að hafa ekki svarað lyfjameðferð við ristilkrabbameini sem hann glímir við.
Dætur hans stigu hins vegar fram í kjölfarið og sögðu fréttir af því stórlega ýktar, Pelé væri ekki kominn á líknandi meðferð heldur væri honum að batna eftir nokkurra daga sjúkrahúsinnlögn.
Nú segja læknar að líðan Pelé sé stöðug og allt horfi til betri vegar varðandi heilsu hans.