Lengjudeildarmörkin voru á dagskrá Hringbrautar í kvöld en í þættinum fóru Aron Guðmundsson, blaðamaður Fréttablaðsins og Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins yfir allt það helsta úr 19. umferð deildarinnar. Fylkismenn tryggðu sér sæti í Bestu deild að ári með sigri á Gróttu á heimavelli á meðan nú er orðið staðfest að Þróttur Vogum og KV falla niður um deild.

HK-ingar eru í dauðafæri á að tryggja sér sæti í Bestu deildinni og með jafntefli eða sigri gegn Fjölni á föstudaginn næstkomandi verður sæti í deildinni tryggt. Sá leikur verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Hrinbraut.

Lengjudeildarmörkin í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: