Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri er á leið í lokakeppni heimsmeistaramótsins.

Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal þjálfarar liðsins hafa valið leikmannahóp liðsins fyrir mótið.

Teitur Örn Einarsson, Haukur Þrastarson, Sveinn Andri Sveinsson og Arnar Freyr Guðmundsson gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þá verða Sveinn Jóhannsson og Birgir Már Birgissson fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Eftirfarandi leikmenn munu leika fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni dagana 16. - 28. júlí

Andri Sigmarsson Scheving, Haukar

Ásgeir Snær Vignisson, Valur

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, FH

Daníel Örn Griffin, KA

Darri Aronsson, Haukar

Elliði Snær Viðarsson, ÍBV

Gabríel Martinez Róbertsson, ÍBV

Hafþór Már Vignisson, Akureyri

Hannes Grimm, Grótta

Jakob Martin Ásgeirsson, FH

Kristófer Andri Daðason, HK

Orri Freyr Þorkelsson, Haukar

Sigþór Gunnar Jónsson, KA

Sveinn José Rivera, Valur

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG

Örn Vésteinsson Östenberg, Amo Handboll