Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í leikina gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 í byrjun september.

Íslenska kvennalandsliðið getur með sigri gegn Þýskalandi komist í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni. 

Jafntefli myndi þýða að þær þyrftu að vinna Tékka í lokaumferðinni en umspil bíður ef þær tapa.

Fer fyrri leikurinn fram gegn Þýskalandi þann 1. september næstkomandi, laugardaginn eftir tæpar tvær vikur áður.

Þær taka svo á móti Tékklandi á þriðjudaginn í lokaleik riðilsins.

Alls koma þrír leikmenn inn frá leiknum gegn Slóveníu í júní. 

Alexandra Jóhannsdóttir úr Blikum, Telma Hjaltalín Þrastardóttir úr Stjörnunni og Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg.

Alexandra og Telma eru nýliðarnir í hópnum en það eru tveir lykilleikmenn fjarverandi.

Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir er frá vegna meiðsla eftir að hafa meiðst í bikarúrslitaleiknum á föstudaginn.

Þá er Dagný Brynjarsdóttir ekki í hópnum. Henni tókst ekki að vinna kapphlaup við tímann um að vera orðin klár í slaginn eftir að hafa fætt barn fyrr á árinu.

Allan hópinn má sjá hér fyrir neðan.

A landslið kvenna  - Þýskaland og Tékkland heima
Nafn Félag

1. Agla María Albertsdóttir Breiðablik
2. Alexandra Jóhannsdóttir Breiðablik
3. Anna Björk Kristjánsdóttir LB07
4. Anna Rakel Pétursdóttir Þór/KA
5. Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik
6. Elín Metta Jensen Valur
7. Fanndís Friðriksdóttir Valur
8. Glódís Perla Viggósdóttir FC Rosengard
9. Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden
10. Guðrún Arnardóttir Breiðablik
11. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Utah Royals
12. Hallbera Guðný Gísladóttir Valur
13. Ingibjörg Sigurðardóttir Djurgarden
14. Rakel Hönnudóttir LB07
15. Sandra María Jessen Þór/KA
16. Sandra Sigurðardóttir Valur
17. Sara Björk Gunnarsdóttir Wolfsburg
18. Selma Sól Magnúsdóttir Breiðablik
19. Sif Atladóttir Kristianstad
20. Sigríður Lára Garðarsdóttir Lilleström
21. Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðablik
22. Svava Rós Guðmundsdóttir Roa
23. Telma Hjaltalín Þrastardóttir Stjarnan