Arnar Pétursson valdi í dag leikmannahópinn sem fer til Svíþjóðar og mætir heimakonum í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2022 í handbolta.

Berglind Þorsteinsdóttir og Elísa Elíasdóttir gætu fengið eldskírn sína í leiknum.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir er reynslumesti leikmaður hópsins en hún mun að öllum líkindum leika 100. leik sinn fyrir Íslands hönd á fimmtudaginn. Í þessum 99 leikjum til þessa hefur Rut skorað 209 mörk.

Hópurinn í heild sinni: (Leikmaður, leikir/mörk)

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (30/0).
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1).

Aðrir leikmenn:
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (0/0).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (23/20).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (0/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (5/4).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (42/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (81/82).
Lovísa Thompson, Val (24/50).
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (31/41).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (99/209).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (3/5).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43).
Thea Imani Sturludóttir, Val (45/58).
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (29/28).