Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag hvaða 23 leikmenn verða í leikmannahópi Íslands á Evrópumóti kvenna í sumar.

Undirbúningur liðsins hefst á mánudaginn eftir rétt rúma viku þegar liðið kemur saman til æfinga. Þjálfarateymið getur gert breytingar á leikmannahópnum til 26. júní.

Þrír leikmenn liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Sif Atladóttir eru að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en mun fleiri eru að fara á sitt fyrsta.

Eins og búist var við eru Sandra, Cecilía Rán og Telma markverðir Íslands á mótinu.

Guðný Árnadóttir hlaut náð fyrir augum Þorsteins og myndar varnarlínuna ásamt Glódísi Perlu , Sif, Guðrúnu, Elísu, Hallberu Guðný og Ingibjörgu.

Sara Björk, fyrirliði kvennalandsliðsins undanfarin ár, er á sínum stað í hóp Íslands en hún hefur byrjað alla leiki Íslands á stórmótum til þessa.

Í fremstu víglínu eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elín Metta Jensen og til að veita þeim aðstoð í hlutverkjum sóknartengiliðs er að finna Sveindísi Jane Jónsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttir.

Hópurinn:

Sandra Sigurðardóttir - Valur - 41 leikur 

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir 

Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur 

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 5 leikir 

Elísa Viðarsdóttir - Valur - 46 leikir 

Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 101 leikur, 6 mörk 

Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 44 leikir  

Guðný Árnadóttir - AC Milan - 15 leikir

Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 18 leikir, 1 mark 

Sif Atladóttir - Selfoss - 88 leikir 

Hallbera Guðný Gísladóttir - IFK Kalmar - 127 leikir, 3 mörk 

Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 23 leikir, 3 mörk 

Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 101 leikur, 34 mörk 

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 18 leikir, 7 mörk  

Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 17 leikir, 2 mörk 

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 89 leikir, 14 mörk 

Sara Björk Gunnarsdóttir - Olympique Lyonnais - 138 leikir, 22 mörk 

Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 35 leikir, 2 mörk 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Brann - 62 leikir, 10 mörk 

Agla María Albertsdóttir - BK Häcken - 46 leikir, 3 mörk 

Elín Metta Jensen - Valur - 59 leikir, 16 mörk 

Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 18 leikir, 6 mörk

Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DKK - 6 leikir