Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen völdu í dag leikmannahópinn fyrir næstu tvo leiki karlalandsliðsins gegn Armeníu og Liechtenstein. Fyrirliði landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, er fjarverandi annað landsliðsverkefnið í röð.

Alls eru 25 leikmenn í leikmannahópnum, þar af tveir sem hafa ekki áður leikið fyrir landsliðið.

Í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar kemur Elías Rafn Ólafsson inn í hópinn og kemur til með að berjast við Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Sigurð Gunnarsson um markmannsstöðuna.

Ari Leifsson kemur inn í leikmannahópinn frá síðasta verkefni líkt og Elías Már Ómarsson en Kári Árnason dettur út.

Þá eru bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron í leikmannahóp Ísland .

Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK

Rúnar Alex Rúnarsson - Oud-Heverlee-Leuven - 12 leikir

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland

Jón Guðni Fjóluson - Hammarby IF - 18 leikir, 1 mark

Ari Leifsson - Stromsgodset IF - 1 leiku

Brynjar Ingi Bjarnason - US Lecce - 6 leikir, 2 mörk

Hjörtur Hermannsson - Pisa - 23 leikir, 1 mark

Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 81 leikur

Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 9 leikir

Alfons Sampsted - FK Bodo/Glimt - 5 leikir

Birkir Már Sævarsson - Valur - 101 leikur, 3 mörk

Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 3 leikir

Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 7 leikir

Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 101 leikur, 14 mörk

Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 4 leikir

Andri Fannar Baldursson - FC Köbenhavn - 7 leikir

Guðlaugur Victor Pálsson - FC Schalke 04 - 28 leikir, 1 mark

Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 25 leikir, 4 mörk

Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 12 leikir, 1 mark

Mikael Neville Anderson - AGF - 10 leikir, 1 mark

Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk

Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid Castilla - 3 leikir, 1 mark

Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 4 leikir

Viðar Örn Kjartansson - Valerenga IF - 30 leikir, 4 mörk

Elías Már Ómarsson - Nimes Olympique - 9 leikir