Milena Bertolini, þjálfari ítalska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn yrðu í leikmannahóp Ítala á Evrópumóti kvenna í sumar. Flestir leikmennirnir leika með Juventus, alls níu leikmenn.

Evrópumót kvenna hefst í næstu viku og eru síðustu leikmannahóparnir að skila sér í hús. Frakkland og Belgía sem eru með Íslandi og Ítölum í riðli eru löngu búin að skila inn sínum leikmannahópum en Ítalir voru síðastir til að skila inn leikmannahópnum.

Alls eru níu leikmenn sem koma frá Juventus sem verða liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á næsta tímabili.

Þrír liðsfélagar Guðnýjar Árnadóttur hjá AC Milan eru í leikmannahópnum og tveir liðsfélagar Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur hjá Inter Milan.

Leikmannahópurinn í heild sinni:

Markmenn: Francesca Durante (Inter), Laura Giuliani (Milan), Katja Schroffenegger (Fiorentina);

Varnarmenn: Elisa Bartoli (AS Roma), Valentina Bergamaschi (Milan), Lisa Boattin (Juventus), Lucia Di Guglielmo (AS Roma), Maria Luisa Filangeri (Sassuolo), Sara Gama (Juventus), Martina Lenzini (Juventus), Elena Linari (As Roma);

Miðjumenn: Arianna Caruso (Juventus), Valentina Cernoia (Juventus), Aurora Galli (Everton), Manuela Giugliano (AS Roma), Martina Rosucci (Juventus), Flaminia Simonetti (Inter);

Framherjar: Barbara Bonansea (Juventus), Agnese Bonfantini (Juventus), Valentina Giacinti (Fiorentina), Cristiana Girelli (Juventus), Martina Piemonte (Milan), Daniela Sabatino (Fiorentina)