Didier Deschamps tilkynnti í dag hvaða 23 leikmenn hann hefði valið fyrir leiki Frakklands gegn Íslandi og Moldóvíu í undankeppni Evrópumótsins 2020 og er um gríðarsterkan hóp að ræða.

Þetta verða fyrstu leikir Frakklands í undankeppninni og hefja þeir leik í Moldóvíu áður en þeir taka á móti Íslandi. Alls eru sextán leikmenn í hópnum sem fóru einnig á HM í Rússlandi.

Að vanda er hópur franska liðsins gríðarlega sterkur en þar er að finna leikmenn Tottenham, PSG, Real Madrid, Barcelona, Manchester United, Chelsea, Juventus, Bayern Munchen og fleiri liða.

Ousmane Dembele getur ekki tekið þátt vegna meiðsla en annars er þetta sterkasta lið Frakka.

Markverðir:

Hugo Lloris, Steve Mandanda, Alphonse Areola

Aðrir leikmenn:

Benjamin Pavard, Presnel Kimpembe, Raphaël Varane, Samuel Umtiti, Lucas Digne, Kurt Zouma, Djibril Sidibé, Layvin Kurzawa, Paul Pogba, N'Golo Kanté, Blaise Matuidi, Moussa Sissoko, Tanguy Ndombele, Antoine Griezmann, Kingsley Coman, Olivier Giroud, Kylian Mbappé, Anthony Martial, Nabil Fekir, Florian Thauvin