Franska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn væru í leikmannahóp Frakka fyrir Evrópumót kvenna í sumar þar sem þær frönsku mæta meðal annars Íslandi í D-riðli. Fjarvera Amandine Henry, Eugenie Le Sommer og Kheiru Hamraoui vekur athygli.

Henry hefur átt í útistöðum við þjálfara liðsins, Corinne Diacre frá því á HM 2019 og er því ekki í hópnum þrátt fyrir að hafa verið besti leikmaður vallarins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum.

Le Sommer er markahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi en hefur ekki komið við sögu í landsleik síðastliðið ár.

Þá kemst Kheira Hamraoui ekki í leikmannahópinn sem hefur lent í ýmsu utan vallar undanfarið ár. Hún lenti í fólskulegri líkamsárás í fyrra og í handalögmálum við liðsfélaga sína á æfingum hjá PSG.

Markmenn: Mylene Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz), Pauline Peyraud-Magnin (Juventus).

Varnarmenn: Selma Bacha (Lyon), Hawa Cissoko (West Ham), Sakina Karchaoui (Paris Saint-Germain), Griedge Mbock Bathy (Lyon), Eve Perisset (Bordeaux), Wendie Renard (Lyon), Marion Torrent (Montpellier), Aissatou Tounkara (Atletico Madrid).

Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton), Grace Geyoro (Paris Saint-Germain), Ella Palis (Bordeaux), Sandie Toletti (Levante).

Framherjar: Sandy Baltimore (Paris Saint-Germain), Delphine Cascarino (Lyon), Kadidiatou Diani (Paris Saint-Germain), Marie-Antoinette Katoto (Paris Saint-Germain), Melvine Mallard (Lyon), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).