Fyrr í dag tilkynnti belgíska knattspyrnusambandið hvaða 23 leikmenn væru í EM-hópnum í sumar en Belgar eru í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu og mæta Stelpunum okkar í fyrsta leik.
Belgíska liðið hefur verið í æfingabúðum undanfarna daga og mætti Englandi á dögunum í æfingaleik sem lauk með 3-0 sigri Englendinga.
Fjórtán af 23 leikmönnum liðsins leika í heimalandin en aðrir leika á Ítalíu, í Frakklandi, Hollandi og Englandi.
Janice Cayman, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, er þekktasta nafnið í belgíska hópnum enda leikjahæsti leikmaður Belga frá upphafi og næst markahæst.
Þá er varnarmaður í hópnum, Davina Philtjens, með mikið markanef en hún er fjórða leikjahæsta frá upphafi og tíunda markahæsta í sögu kvennalandsliðsins.
Hópur Belga á EM:
Markmenn:
Nicky Evrard
Diede Lemey
Lisa Lichtfus
Varnarmenn:
Laura Deloose
Laura de Neve
Sari Kees
Davina Philtjens
Charlotte Tison
Amber Tysiak
Jody Vangheluwe
Miðjumenn:
Julie Bisemans
Féli Delacauw
Marie Minnaert
Kassandra Missipo
Justine Vanhaevermaet
Sóknarmenn:
Janice Cayman
Tine de Caigny
Elena Dhont
Hannah Eurlings
Ella van Kerkhoven
Davinia Vanmechelen
Sarah Wijnants
Tessa Wullaert