Stöðva þurfti æfingar fyrir kappaksturinn í Bakú í Formúlu 1 í dag eftir að bíll George Russell eyðilaggðist við að keyra á holræsislok sem var ekki nógu vel fest.

Kappaksturinn í Bakú, Aserbaídsjan, er fjórði kappakstur ársins og er Bretinn enn stigalaus á fyrsta ári sínu.

Æfingar voru nýhafnar þegar Russell þurfti að hætta leik eftir að hafa keyrt yfir holræsi sem var ekki búið að ganga nægilega vel frá.

Bíll hans stórskemmdist við höggið og þegar viðgerðarbíllinn kom til að fjarlægja bílinn varð annar árekstur sem leiddi til þess að æfingum var hætt í bili.