Hólm­bert Aron Friðjóns­son, sóknarmaður norska liðsins Álasundar, skoraði tvö bæði mörk liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Vål­erenga í sjöttu um­ferð norsku úr­vals­deild­arinnar í knattspyrnu karla um síðustu helgi.

Sú frammistaða skilaði Hólmberti Aroni sæti í liði umferðarinnar en Álasund sem er nýliði í deildinni á yfirstandandi leiktíð hefur þrjú stig eftir sex umferðir og vermir botnsæti deildarinnar.

Annað marka Hólmberts Arons í leiknum kom eftir hárnákvæma fyrirgjöf Davíðs Kristjáns Ólafssonar en það mark má sjá í myndskeiðinu hér að neðan: