Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði öll þrjú mörk Álasundar þegar liðið lagði Start að velli með þremur mörkum gegn tveimur í 11. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Hólmbert Aron hefur þar sem skorað átta mörk fyrir Álasund í deildinni á yfirstandandi leiktíð og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar eins og sakir standa.

Álasund sem er nýliði í deildinni á keppnistímabilinu vermir botnsætið með sex stig en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á leiktíðinni. Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson leika einnig með Álasund.