Atvinnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson og eiginkona hans, Jóna Vestfjörð Hannesdóttir, eru búin að setja íbúð sína í Garðabænum á sölu, fyrir aðeins rúmum tveimur mánuðum síðan settu þau húsið sitt í Noregi á sölu.

Íbúðin sem er þriggja herbergja er 112 fermetrar að stærð og er í Urriðaholti í Garðabæ með útsýni yfir Kauptún hefur verið í útleigu síðastliðin ár.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um íbúðina hér.

Hólmar Örn Eyjólfsson.
Fréttablaðið/Ernir

Hólmar sem leikur með Rosenborg í Noregi hefur verið orðaður við félög á Íslandi. Miðvörðurinn sem hefur leikið erlendis undanfarin fjórtán ár er líklegast á heimleið eftir að hafa leikið í fimm löndum á fjórtán árum og nítján landsleiki.

Líklegt er að flest lið á Íslandi myndu taka hinum öfluga varnarmanni fagnandi en hann er 31 árs gamall. Hann hefur meðal annars fundað með FH-ingum ásamt því að vera sterklega orðaður við Val