Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa áhuga á því að fjárfesta í hlut í velska knattspyrnufélaginu Wrexham. Félagið tilkynnti á heimasíðu sinni.

Félagið er í eigu stuðningsmann sem hafa kosið um það að hefja megi viðræður um mögulegt eignarhald Reynold og McElhenney.

Innkoma þeirra félaga gæti orðið til þess að tvær milljónir punda muni koma inn í bækur félagsins sem hefur verið í eigu 1223 stuðningsmanna liðsins síðan árið 2011.

Reynolds er á meðal launahæstu leikara heims á þessu ári en hann hefur leikið í Netflix myndunum 6 Underground og Red Notice. Þá hefur hann verið hluthafi í Aviation American Gin síðan árið 2018.

Wrexham er þriðja elsta atvinnumannafélag heims og leikur á elsta knattspyrnuleikvangi sem enn er standandi í heiminum. Liðið leikur í fimmtu efstu deild í Englandi eins og sakir standa.

Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem bandarískar kvikmyndastjörnur fjárfesta í velsku knattspyrnufélagi en bandaríski leikarinn Mindy Kaling sem leikur í The Office var hluti af bandaríska fjárfestingafélaginu
sem keypti ráðandi hlut í Swansea City árið 2016.