Ekvador og Senegal mættust í lokaumferð A-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.
Senegalar voru betri í fyrri hálfleik og undir lok hans fengu þeir víti. Ismaila Sarr fór á punktinn og skoraði af öryggi.
Leikmenn Ekvador komu sterkari inn í seinni hálfleik og um hann miðjan jafnaði Moises Caicedo. Sem stóð var Ekvador á leið áfram, jafntefli hefði dugað þeim.
Kalidou Koulibaly skoraði hins vegar sigurmark leiksins skömmu síðar.
Ekvadorar reyndu að finna jöfnunarmarkið á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki.
Úrslitin þýða að það eru Afríkumeistarar Senegal sem fylgja Hollendingum upp úr A-riðli. Er það í fyrsta sinn síðan 2002.

Holland og Katar áttust einmitt við á sama tíma.
Cody Gakpo kom Hollendingum yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Davy Klaasen. Sóknarmaðurinn ungi er þar með búinn að skora í öllum leikjum sínum HM til þessa.
Frenkie de Jong tvöfaldaði forystu þeirra appelsínugulu snemma í seinni hálfleik.
Steven Berghuis átti eftir að koma knettinum í netið í seinni hálfleik einnig en var markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda þess.
Holland lýkur þar með riðlakeppninni á toppi A-riðils með þrjú stig. Heimamenn í Katar ollu vonbrigðum og hafna í neðsta sæti án stiga.