Opna breska meistaramótið í golfi karla, The Open, sögufrægasta golfmót heims hófst í morgunsárið.

Mótið sem er haldið í 159. skipti byrjar einkar vel að þessu sinni en argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo fór holu í höggi á 13. holu á fyrsta hringnum.

Keppt er á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi en það var Norður-Írinn Darren Clarke sem sló fyrsta högg mótsins.

Það er pressa Rory Mcllroy sem er að keppa á heimavelli sínum en Ítalinn Francesco Molinari á titil að verja á mótinu og Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka og Tiger Woods þykja sigurstranglegastir.

Myndskeið af draumahögginu hans Grillo má sjá hér að neðan: