Fyrrum ástralski atvinnu brimbrettakappinn Chrs Davidson er látinn 45 ára að aldri. Ráðist var á Davidson fyrir utan knæpu í Sydney um helgina og leiddi það til dauða hans. Greint er frá andláti Davidson á vefsíðu BBC í morgun.

Árásarmaðurinn kýldi Davidson beint á andlitið með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar og höfuð hans skall á gangstétt. Sjúkraliðar mættu á vettvangi og byrjuðu að hlúa að Davidson á vettvangi en hann lét lífið á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Maður, 42 ára, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir árásina sem leiddi til dauða Davidson.

Chris Davidson skaust upp á stjörnuhimininn í brimbrettaheiminum aðeins 19 ára gamall þegar honum var óvænt boðið á Rip Curl Pro mótið árið 1996. Þar bar hann sigur úr býtum gegn ríkjandi heimsmeistaranum Kelly Slater.