Enska úrvalsdeildin hafnaði beiðni Pep Guardiola um að gefa út fleiri sigurmedalíur til þess að veita yngri leikmönnum félagsins sigurverðlaun.

Venju samkvæmt fékk Manchester City 40 gullmedalíur eftir að slakað var á kröfunni um að leikmenn þyrftu að leika hið minnsta tíu leiki til að fá medalíu.

Ætlast er til að menn leiki fimm leiki eða meira fyrir utan varamarkmenn sem Guardiola hefur gagnrýnt í ljósi þess að yngri leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins fá ekki medalíur.

Guardiola sendi inn beiðni um að fá fleiri medalíur eftir síðasta tímabil en enska knattspyrnusambandið hafnaði því.

City ákvað að gera 500 eftirlíkingar af medalíunum til að afhenda starfsfólki félagsins eftir að hafa gefið litlar eftirlíkingar af meistaratitlinum í fyrra.