Tvær konur hafa höfðað mál í Banda­ríkjunum gegn fyrrum heims­meistaranum í hnefa­leikum Geor­ge For­eman. Konurnar tvær saka For­eman um kyn­ferðis­of­beldi á áttunda ára­tugnum.

Þær segjast báðar hafa hitt For­eman þegar að þær voru börn. Feður þeirra voru hnefa­leika­fé­lagar For­eman sem er nú 73 ára gamall.

Önnur þeirra segir For­eman hafa byrjað að mynda tengsl við sig þegar hún var átta ára gömul. Hann hafi síðan stundað kyn­líf með henni þegar hún var 15 ára.

Hin þeirra sakar hann um að hafa mis­notað sig kyn­ferðis­lega og nauðgað sér þegar hún var 15 og 16 ára gömul. Foreman hefur neitað báðum á­sökununum.

Á­sakanir kvennanna litu fyrst dagsins ljós í júlí­mánuði fyrr á þessu ári. Þá sendi For­eman frá sér yfir­lýsingu:

„Undan­farið hálft ár hafa tvær konur verið að reyna að kúga milljónir dollara hvor frá mér og fjöl­skyldu minni. Þær halda því rang­lega fram að ég hafi mis­notað þær kyn­ferðis­lega fyrir 45 árum á áttunda ára­tugnum. Ég neita þessum á­sökunum stað­fast­lega og af­dráttar­laust. Stoltið sem ég ber til orð­spors míns skiptir mig jafn­miklu máli og í­þrótta­af­rek mín. Ég mun ekki láta hræða mig til­hæfu­lausum hótunum og lygum."

Konurnar höfðuðu tvö að­skilin mál fyrir dóm­stóli í Los Angeles á mið­viku­dag. Þær fara fram á skaða­bætur og önnur þeirra segir að For­eman hafi hótað því að faðir hennar myndi missa starf sitt sem hnefa­leika­ráð­gjafi For­emans ef hún færi ekki eftir því sem hann sagði.

Einn sagði að For­eman hafi sagt henni að faðir hennar myndi missa starf sitt sem hnefa­leika­ráð­gjafi ef hún færi ekki eftir því.

For­eman vann Ólympíugull í hnefa­leikum árið 1968 og heims­meistara­titilinn í þunga­vigt í fyrsta skipti árið 1973. Þá vann hann Joe Frazi­er sem var á þeim tíma ó­sigraður.

Hann varði beltið tvisvar áður en Mu­hammad Ali bar sigur úr býtum gegn honum. For­emann varð síðan heims­meistari á nýjan leik tveimur ára­tugum síðar, þá 45 ára að aldri