Sport

„Búinn að ganga frá mínu en það er pappírsvinna eftir“

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon segir að aðeins örlítil pappírsvinna sé eftir áður en gengið verður frá félagsskiptum hans til CSKA Moskva frá Bristol City en hann skildi það eftir við komuna til Rússlands og einbeitir sér að HM.

Hörður Björgvin á æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka á dögunum. Fréttablaðið/Eyþór

Hörður Björgvin Magnússon, bakvörður íslenska landsliðsins, segir viðræður langt á veg komnar við CSKA Moskvu og hann á von á því að félagsskipti hans til félagsins gangi upp.

Tíðindi bárust af því að Bristol City hefði samþykkt tilboð í Hörð á dögunum og að viðræður væru langt á veg komnar um samning í höfuðborg Rússlands.

Er þetta í þriðja sinn sem rússneskt félag sýnir Herði áhuga en í þetta skiptið er það stærsta lið Rússlands sem er reglulegur gestur í Meistaradeild Evrópu.

Hann hefur ekki leyft þessu að trufla undirbúninginn fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst á laugardaginn en hann gekk frá sínum málum áður en haldið var til Rússlands. Ítarlegra viðtal við Hörð má sjá hér.

„Þetta hefur ekki truflað til þessa, það eru viðræður í gangi og ég er búinn að ganga frá mínu en það eru einhverjir pappírar eftir. Ég er bara að einblína á landsliðið og stórmótið sem er framundan,“ sagði Hörður sem sagðist ekki ætla að nýta tímann í Moskvu til að skoða íbúðir.

„Neinei, ég er nú ekkert kominn svo langt. Ég er bara að hugsa um hvernig ég geti gert hótelherbergið mitt hérna notalegra en ég fer að skoða þetta eftir HM,“ sagði Hörður að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Markmiðið var að vinna gull

Handbolti

Selfoss á toppinn

Auglýsing

Nýjast

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Barcelona komið í úrslit á HM

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Auglýsing