Fjórða degi HM í knattspyrnu lauk í Katar í gær en á hverjum virkum degi á meðan mótinu stendur munum við halda úti hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV).

Í þætti dagsins var Hörður Snævar Jónsson mættur með Aroni Guðmundssyni og Helga Fannari til að fara yfir leikinn.

Ótrúlegur sigur Japan á Þýskalandi var til umræðu og frammistaða Kanada gegn Belgíu.

Farið var yfir stórsigur Spánar á Kosta-Ríka en lítið var rætt um leik Króatíu og Marokkó.

Þáttinn má heyra hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.