Kyle Wal­ker, leik­maður enska knatt­spyrnu­liðsins Manchester City og enska lands­liðsins er í miklum vand­ræðum eftir að myndir af honum bera lim sinn á knæpu í Manchester á sunnu­daginn síðast­liðinn fóru í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum.

Wal­ker hefur í gegnum tíðina verið dug­legur við að koma sér í vand­ræði og hann hélt upp­teknum hætti á sunnu­daginn síðast­liðinn þegar að hann fór með vinum sínum út á lífið.

Einnig hafa myndir af hegðun hans í kringum konur á barnum vakið at­hygli, Wal­ker er giftur maður.

Eftir að hann beraði lim sinn gekk hann um að konum á staðnum, tók í hendurnar á þeim og sást síðan skömmu síðar kyssa eina af þessum konum á barnum.

Í gegnum tíðina hafa komið upp mál varðandi fram­hjá­hald Wal­ker og árið 2020 varð fyrir­sætan Lauryn Goodmann ó­frísk af Wal­ker.

Á meðan að Co­vid-19 heims­far­aldurinn gekk yfir, leigði Wal­ker sér íbúð og fékk tvær vændis­konur í í­búðina á meðan á út­göngu­banni stóð í Bret­landi.

Ó­víst er á þessari stundu hverjar af­leiðingarnar verði fyrir Kyle Wal­ker í þessu máli en ljóst þykir að þetta at­vik muni ekki falla vel í kramið hjá Pep Guar­diola, knatt­spyrnu­stjóra Manchester City.