Kyle Walker, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester City og enska landsliðsins er í miklum vandræðum eftir að myndir af honum bera lim sinn á knæpu í Manchester á sunnudaginn síðastliðinn fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Walker hefur í gegnum tíðina verið duglegur við að koma sér í vandræði og hann hélt uppteknum hætti á sunnudaginn síðastliðinn þegar að hann fór með vinum sínum út á lífið.
Einnig hafa myndir af hegðun hans í kringum konur á barnum vakið athygli, Walker er giftur maður.
Eftir að hann beraði lim sinn gekk hann um að konum á staðnum, tók í hendurnar á þeim og sást síðan skömmu síðar kyssa eina af þessum konum á barnum.
Í gegnum tíðina hafa komið upp mál varðandi framhjáhald Walker og árið 2020 varð fyrirsætan Lauryn Goodmann ófrísk af Walker.
Á meðan að Covid-19 heimsfaraldurinn gekk yfir, leigði Walker sér íbúð og fékk tvær vændiskonur í íbúðina á meðan á útgöngubanni stóð í Bretlandi.
Óvíst er á þessari stundu hverjar afleiðingarnar verði fyrir Kyle Walker í þessu máli en ljóst þykir að þetta atvik muni ekki falla vel í kramið hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City.
Married Man City star Kyle Walker filmed drunkenly flashing in bar
— Lilian Chan (@bestgug) March 7, 2023
He grinds up against a female friend in full view of the bar and tries to get touchy-feely
caught snogging a blonde in a 90-minute shocker on camera pic.twitter.com/Zxrj83evO5