Sport

HM-veisla í nýja sjónvarpinu

Ásgeir Gunnarsson var dreginn út í HM-leik Fréttablaðsins og Heimilistækja. Hann fékk í vinning 65" Philips-snjallsjónvarp ásamt 32" Philips-sjónvarpi. Ásgeir trúði ekki fyrst að hann hefði verið sá heppni en sjónvarpið á heimilinu dó um daginn. Verðmæti vinningsins er 259.995 krónur.

Sæunn Ósk Sæmundsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Heimilistækja, afhendir Ásgeiri Gunnarssyni, vinningshafa HM-leiks Fréttablaðsins og Heimilistækja, nýja tækið. Með á myndinni er Ingvi Örn Ingvason, markaðssérfræðingur Fréttablaðsins. MYND/ANTON Brink

Ásgeir segir að hann taki stundum þátt í svona leikjum enda kosti það ekki neitt. Hann hefur þó aldrei fyrr haft heppnina með sér. Í fyrstu trúði hann ekki Ingva Erni Ingvasyni, markaðssérfræðingi Fréttablaðsins, þegar hann hringdi. „Ég á nokkra hrekkjalóma fyrir vini og var viss um að þeir væru að gera at í mér. Eftir að ég gúglaði nafn Ingva og sá að hann var starfsmaður blaðsins trúði ég þessu loksins. Ég tók í höndina á honum þegar hann afhenti tækið og baðst afsökunar á viðbrögðunum,“ segir Ásgeir léttur í lund.

Nýja tækið kom sér einstaklega vel þar sem gamla sjónvarpið á heimilinu dó fyrir stuttu. „Við hjónin fórum í nokkrar verslanir um síðustu helgi til að leita að rétta sjónvarpinu. Ákváðum að hugsa málið aðeins þannig að það munaði mjög litlu að ég hefði verið búinn að kaupa mér nýtt tæki,“ útskýrir hann. Eiginkona Ásgeirs heitir María Jensdóttir og þau eiga tvö börn. „Núna er nýtt sjónvarp komið í hús algjörlega óvænt. Þetta er mun stærra en gamla sjónvarpið og það verður gaman að fylgjast með leikjunum í því.“

Ásgeir segist alltaf hafa haft gaman af knattspyrnu og hlakkar mikið til HM. „Ætli það sé ekki ástæða til að taka upp kampavín og fagna vinningnum,“ segir hann en minna sjónvarpið ætla þau að setja upp í svefnherbergi þeirra hjóna. „Þetta verður sannkölluð HM-veisla hjá okkur.“

Vinningurinn

Nýjasta kynslóð Philips-sjónvarpa hefur nýtt og endurbætt viðmót með Android 6.0 stýrikerfi sem einfaldar sjónvarpsupplifunina. Þriggja hliða Ambilight baklýsing eykur þægindi við áhorfið og skapar flotta litadýrð á nærliggjandi vegg sem dansar í takt við myndina á skjánum. Ambilight baklýsingin dregur athyglina á réttan stað og auðveldar áhorfendum að sökkva sér inn í leikinn. Glæsilegt DTS HD Premium Sound hljóðkerfi er með djúpum bassa og kristaltærum samtölum. P5 Perfect Picture Engine og HDR plus myndvinnsla auka myndgæðin svo um munar, litir verða bjartari og smáatriði öðlast meiri dýpt. Aukin skerpa og mýkri hreyfingar á skjánum svo Ásgeir missir aldrei af boltanum sama hversu mikill hraði er á leiknum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

ÍR, KR og Njarðvík í Höllina

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Sport

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Auglýsing