Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandið hefur gefið út tölfræði í tengslum við sjón­varps­á­horf á Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu sem fer þessa dagana fram í Katar og segir sam­bandið að á­horfs­met hafi verið slegin víða um heim.

Slæm um­ræða fyrir mót um Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu og þá stað­reynd að það sé haldið í Katar, ríki þar sem mann­réttindi eru fótum troðin og fólk hvatt til snið­göngu á mótinu, virðist því ekki hafa haft eins mikil á­hrif og búist var við.

FIFA er í það minnsta himin­lifandi með á­horfs­tölur til þessa en HM í Katar hefur boðið upp á flotta leiki og ó­vænt úr­slit í riðlakeppninni þar sem stór­þjóðir á borð við Þýska­land, Dan­mörk og Belgíu hafa fallið úr leik.

Í Banda­ríkjunum er á­huginn á mótinu sér­stak­lega mikið. Banda­ríkin eru sjálf komin í 16-liða úr­slit mótsins og tæpar 20 milljónir manna eru sagðir hafa horft á leik liðsins gegn Eng­landi á FOX í riðla­keppninni.

Það þýðir að sá leikur slær á­horfs­met hvað knatt­spyrnu­leik í karlaflokki varðar í Banda­ríkjunum.

Þá er svipaða sögu að segja frá ríkjum á borð við Holland, Frakk­land og Japan. Í Japan hefur á­horf á HM farið upp um 74% frá því í riðlakeppninni á HM í Rúss­landi árið 2018.