Þriðja degi HM í knattspyrnu lauk í Katar í gær en á hverjum virkum degi á meðan mótinu stendur munum við halda úti hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV).

Í þætti dagsins var Benedikt Bóas Hinriksson mættur með Aroni Guðmundssyni og Helga Fannari til að fara yfir leikinn.

Ótrúlegur sigur Sádí Arabíu, magnaðir Frakkar og meira til.

Þáttinn má hlusta á hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.