Möguleikar íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á að komast á HM á næsta ári eru úr sögunni eftir 4-1 tap í framlengdum leik gegn Portúgal á útivelli í kvöld. Leikurinn fór fram í Portúgal, nánar til­tekið á Esta­dio de Capi­tal do Mó­vel í Pacos de Fer­reira út­hverfi Porto

Heima­konur byrjuðu fyrstu mínúturnar betur en varnar­menn Ís­lands voru vel á verðinum. Ingi­björg Sigurðar­dóttir greip vel inn í strax á 3. mínútu þegar Portúgalar áttu á­lit­lega sendingu inn fyrir ís­lensku vörnina. Það var síðan á 6. mínútu sem önnurs­lík sending gerði vart um sig, hún endaði seinna í fyrir­gjöf sem Sandra Sigurðar­dóttir átti ekki í vand­ræðum með að komast fyrir í markinu.

Á 9. mínútu barst boltinn á Svein­dísi Jane sem lyfti honum snyrti­lega yfir varnar­línu Portúgal og í áttina að Berg­lindi Björgu, sendingin reyndist að­eins of föst og náði Morais í marki Portúgal að bægja hættunni frá.

Á 13. mínútu náðu heima­konur að geisast upp vinstri kantinn. Silva bar boltann inn að miðju og átti skot að marki sem fór beint á Söndru.

Á­lit­legasta færi Ís­lands fyrsta stundar­fjórðunginn leit dagsins ljós á 14. mínútu þegar Selma Sól tók auka­spyrnu utan af velli. Boltinn barst á fjær­stöngina þar sem Dag­ný Brynjars­dóttir var ekki langt frá því að slæma fæti í boltann.

©Torg ehf / Anton Brink

Á 20. mínútu voru heima­konur ná­lægt því að komast yfir. Eftir horn­spyrnu Marchao barst boltinn út í víta­teig Ís­lands þar sem Silva átti skot að marki.Enn og aftur var Sandra hins vegar vandanum vaxin í markinu.

Portúgal voru ífið sterkari þessar mínúturnar og á 30. mínútu komst Silva í á­lit­legt færi rétt fyrir utan teig þar sem hún fékk nægan tíma á boltanum. Skot hennar hins vegar yfir markið.

Lang­besta færi Ís­lands í fyrri hálf­leik kom á 41. mínútu eftir fyrir­gjöf inn á teig barst boltinn til Gunn­hildar Yrsu sem átti vippu sem endaði í þver­slánni. Leik­menn Portúgal náðu að hreinsa frá í kjöl­farið.

Rétt fyrir lok fyrri hálf­leiks geistist Svein­dís Jane upp hægri kantinn, kom boltanum fyrir en Berg­lind Björg náði því miður ekki að hitta hann og sóknin rann út í sandinn. Þetta reyndist það síðasta mark­verða í fyrri hálf­leiknum.

Staðan marka­laus að loknum fyrri hálf­leik og heima­konur betri.

Heimakonur byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og strax á 46. mínútu átti Silva skot að marki sem Glódís Perla komst fyrir.

Á 48. mínútu kom Sveindís Jane boltanum í netið en eftir skoðun í VAR-sjánni komst dómari leiksins að þeirri niðurstöðu að Guðný Árnadóttir hefði brotið af sér í aðdraganda marksins.

Í næstu sókn á eftir áttu Portúgalar skot í stöng og skömmu síðar gerðist Áslaug Munda brotleg innan teigs að mati dómara leiksins sem lét hins vegar ekki þar við sitja og rak Áslaugu Mundu af velli. Ákvörðun hennar stóð eftir skoðun í VAR-sjánni, óskiljanlegt.

Carole Costa steig á vítapunktinn og kom boltanum örugglega í netið fram hjá Söndru í markinu. Staðan því orðin 1-0 fyrir Portúgal

Carole Costa skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni
©Torg ehf / Anton Brink

Stelpurnar okkar létu hins vegar ekki deigann síga. Á 59. mínútu var brotið á Sveindísi Jane út á vinstri kanti. Selma Sól tók aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Glódísi Perlu sem skallaði hann snyrtilega í netið og staðan orðin jöfn á nýjan leik.

Eftir markið héldu Stelpurnar okkar áfram að ógna marki Portúgala og á þeim mínútum ekki að sjá að liðið væri manni færri.

Glódís Perla jafnaði metin með geggjuðu skallamarki
Fréttablaðið/GettyImages

Á 72. mínútu átti Sandra stungusendingu frá marki Íslands. Svava Rós elti boltann uppi, hélt aftur af varnarmönnum og kom boltanum fyrir á Sveindísi Jane sem átti skot rétt fram hjá marki.

Í kjölfarið jókst sóknarþungi heimakvenna og á 77. mínútu mat dómari leiksins að boltinn hefði farið í höndina á Alexöndru Jóhannsdóttur innan vítateigs og dæmdi vítaspyrnu. Eftir skoðun í VAR-sjánni varð hins vegar ljóst að um rangan dóm var að ræða og því sneri dómarinn við ákvörðun sinni.

Á 89. mínútu áttu heimakonur hættulega sendingu fyrir markið en Dagný Brynjarsdóttir gerði virkilega vel í að bægja hættunni frá, sneiddi boltann frá markinu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar.

Framlengja þurfti leikinn.
©Torg ehf / Anton Brink

Aðeins tvær mínútur voru liðnar af framlengingunni þegar að Portúgal komst yfir á nýjan leik. Silva slapp inn fyrir vörn Íslands og kom boltanum í netið ein á móti Söndru í markinu. Staðan því orðin 2-1 fyrir Portúgal.

Blaut tuska í andlitið strax í upphafi framlengingarinnar
©Torg ehf / Anton Brink

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar fékk Ísland gott færi þegar boltinn barst á Öglu Maríu Albertsdóttur. Hún lét vaða á markið en varnarmaður Portúgal komst fyrir skotið.

Skömmu síðar áttu Portúgalar algjört dauðafæri en Glódís Perla Viggósdóttir reyndist, sem fyrr, afar mikilvægur hlekkur í vörn Íslands og komst í veg fyrir skotið.

Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik framlengingarinnar.

Síðastu naglarnir í kistu Íslands komu síðan á þriðju mínútu í síðari hálfleik framlengingarinnar og undir lok framlengingarinnar þegar að Portúgalir skoruðu þriðja og fjórða mark sitt í leiknum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Loka niðurstaðan 4-1 tap og möguleikar um sæti á HM 2023 úr sögunni.