Fótbolti

HM-dómari úrskurðaður í ævilangt bann

Sádi-arabíski knattspyrnudómarinn Fahad Al Mirdasi sem átti að dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu í Sádi-Arabíu.

Al Mirdasi er hér hægra megin við Gianni Infantino, forseta FIFA.

Sádi-arabíski knattspyrnudómarinn Fahad Al Mirdasi sem átti að dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu í Sádi-Arabíu. 

Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu segir í tilkynningu að Al Mirdasi hafi beðið forráðamenn Al Ittihad um að greiða sér umtalsverða fjárhæð fyrir að hann myndi hafa á bikarúrslitaleik liðsins gegn Al Faisaly.

Forráðamenn Al Ittihad tilkynntu í kjölfarið háttsemi Al Mirdasi til knattspyrnusambands Sádi-Arabíu sem hefur verið bannað að dæma knattspyrnuleiki þar í landi. Háttsemi Al Mirdasi hefur dregið enn meiri dilk á eftir sér, en hann átti að dæma á HM í sumar. 

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur tekið Al Mirdasi af dómaralistanum í kjölfar þess að knattspyrnusamband Sádi-Arabíu úrskurðaði í máli hans. 

Al Mirdasi sem hefur verið FIFA-dómari frá því árið 2011 hefur viðurkennt háttsemi sína, en hann var hnepptur í gæsluvarðhald fyrir brot sitt og verður að öllum líkindum refsað fyrir háttsemina. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Fótbolti

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Fótbolti

Rooney hetja í höfuðborginni

Auglýsing

Nýjast

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Hittu „drottningu fimleikanna“

Jeffs verður aðstoðarmaður Jóns Þórs

Auglýsing