Fótbolti

HM-dómari úrskurðaður í ævilangt bann

Sádi-arabíski knattspyrnudómarinn Fahad Al Mirdasi sem átti að dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu í Sádi-Arabíu.

Al Mirdasi er hér hægra megin við Gianni Infantino, forseta FIFA.

Sádi-arabíski knattspyrnudómarinn Fahad Al Mirdasi sem átti að dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu í Sádi-Arabíu. 

Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu segir í tilkynningu að Al Mirdasi hafi beðið forráðamenn Al Ittihad um að greiða sér umtalsverða fjárhæð fyrir að hann myndi hafa á bikarúrslitaleik liðsins gegn Al Faisaly.

Forráðamenn Al Ittihad tilkynntu í kjölfarið háttsemi Al Mirdasi til knattspyrnusambands Sádi-Arabíu sem hefur verið bannað að dæma knattspyrnuleiki þar í landi. Háttsemi Al Mirdasi hefur dregið enn meiri dilk á eftir sér, en hann átti að dæma á HM í sumar. 

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur tekið Al Mirdasi af dómaralistanum í kjölfar þess að knattspyrnusamband Sádi-Arabíu úrskurðaði í máli hans. 

Al Mirdasi sem hefur verið FIFA-dómari frá því árið 2011 hefur viðurkennt háttsemi sína, en hann var hnepptur í gæsluvarðhald fyrir brot sitt og verður að öllum líkindum refsað fyrir háttsemina. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland 5 - 3 Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Auglýsing