Fótbolti

HM-dómari úrskurðaður í ævilangt bann

Sádi-arabíski knattspyrnudómarinn Fahad Al Mirdasi sem átti að dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu í Sádi-Arabíu.

Al Mirdasi er hér hægra megin við Gianni Infantino, forseta FIFA.

Sádi-arabíski knattspyrnudómarinn Fahad Al Mirdasi sem átti að dæma á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu í Sádi-Arabíu. 

Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu segir í tilkynningu að Al Mirdasi hafi beðið forráðamenn Al Ittihad um að greiða sér umtalsverða fjárhæð fyrir að hann myndi hafa á bikarúrslitaleik liðsins gegn Al Faisaly.

Forráðamenn Al Ittihad tilkynntu í kjölfarið háttsemi Al Mirdasi til knattspyrnusambands Sádi-Arabíu sem hefur verið bannað að dæma knattspyrnuleiki þar í landi. Háttsemi Al Mirdasi hefur dregið enn meiri dilk á eftir sér, en hann átti að dæma á HM í sumar. 

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur tekið Al Mirdasi af dómaralistanum í kjölfar þess að knattspyrnusamband Sádi-Arabíu úrskurðaði í máli hans. 

Al Mirdasi sem hefur verið FIFA-dómari frá því árið 2011 hefur viðurkennt háttsemi sína, en hann var hnepptur í gæsluvarðhald fyrir brot sitt og verður að öllum líkindum refsað fyrir háttsemina. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

Fótbolti

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Fótbolti

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Auglýsing

Nýjast

Liverpool með fullt hús stiga

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing