Heimsmeistaramótið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Sameiginleg umsókn þessara þriggja landa hafði betur gegn umsókn frá Marokkó þegar kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag.

HM hefur tvisvar sinnum verið haldið í Mexíkó (1970 og 1986) og einu sinni í Bandaríkjunum (1994).

HM 2026 verður að stærstum hluta haldið í Bandaríkjunum. Sextíu af 80 leikjum fara þar fram og allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitunum. Tíu leikir fara fram í Kanada og Mexíkó.

Leikið verður á 10 leikvöngum í Bandaríkjunum, þremur í Kanada og þremur í Mexíkó.

HM 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið sem fer fram í þremur löndum.