Sport

HM 2026 haldið í Ameríku

Sameiginleg umsókn Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó hafði betur gegn umsókn Marokkó.

Forráðamenn knattspyrnusambanda Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó. Fréttablaðið/Getty

Heimsmeistaramótið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Sameiginleg umsókn þessara þriggja landa hafði betur gegn umsókn frá Marokkó þegar kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag.

HM hefur tvisvar sinnum verið haldið í Mexíkó (1970 og 1986) og einu sinni í Bandaríkjunum (1994).

HM 2026 verður að stærstum hluta haldið í Bandaríkjunum. Sextíu af 80 leikjum fara þar fram og allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitunum. Tíu leikir fara fram í Kanada og Mexíkó.

Leikið verður á 10 leikvöngum í Bandaríkjunum, þremur í Kanada og þremur í Mexíkó.

HM 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið sem fer fram í þremur löndum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Í beinni

Í beinni: Ísland - Japan, 13-12

Handbolti

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Enski boltinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Auglýsing

Nýjast

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Austin eignast atvinnumannalið

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Sigur gæti búið til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Auglýsing