Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni í Gdynia í Póllandi.

Hann hljóp á tímanum 1:02:47. Hann bætti því met Kára Steins Karlssonar um rúmlega tvær mínútur. Hlynur endaði í 52. sæti af 122 hlaupurum.

Enn einn titillinn í safnið

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í ágúst síðastliðnum. Hann hljóp á 8 mínútum, tveimur sekúndum og 60 sekúndubrotum og lenti í öðru sæti í hlaupinu.

Hann á einnig Íslandsmet utanhúss í 5000 metra hlaupi, 10.000 metra hlaupi, 10 kílómetra götuhlaupi og í 3000 metra hindrunarhlaupi, auk Íslandsmets innanhúss í 1500 metra hlaupi, 3000 metra hlaupi og í 5000 metra hlaupi.

Í upphafi árs setti Hlynur stefnuna á Ólympíuleikanan í Tokyo en leikunum var frestað um ár eins og flestum er kunnugt. Það er hins vegar engan bilbug að finna á Hlyni sem hefur augastað á Ólympíuleikunum sem fara fram að ári.