Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, leikur sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn.

Leikurinn á fimmtudaginn verður því bæði kveðjuleikur Hlyns og Jóns Arnórs Stefánssonar. 

Þeir félagar og jafnaldrar (fæddir 1982) hafa leikið með landsliðinu frá aldamótum og ljúka landsliðsferlinum á sama tíma.

Hlynur hefur leikið 124 landsleiki. Aðeins fimm hafa leikið fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd. Miðherjinn öflugi hefur verið fyrirliði Íslands undanfarin ár. Hann átti stóran þátt í því að Ísland komst á EM 2015 og 2017.

Hægt er að kaupa miða á leikinn gegn Portúgal á fimmtudaginn með því að smella hér.