Körfubolti

Hlynur leikur líka kveðjuleikinn á fimmtudaginn

Glæsilegum landsliðsferli Hlyns Bæringsson lýkur á fimmtudaginn.

Hlynur Bæringsson leikur sinn 125. og síðasta landsleik á fimmtudaginn. Fréttablaðið/Ernir

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, leikur sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn.

Leikurinn á fimmtudaginn verður því bæði kveðjuleikur Hlyns og Jóns Arnórs Stefánssonar. 

Þeir félagar og jafnaldrar (fæddir 1982) hafa leikið með landsliðinu frá aldamótum og ljúka landsliðsferlinum á sama tíma.

Hlynur hefur leikið 124 landsleiki. Aðeins fimm hafa leikið fleiri landsleiki fyrir Íslands hönd. Miðherjinn öflugi hefur verið fyrirliði Íslands undanfarin ár. Hann átti stóran þátt í því að Ísland komst á EM 2015 og 2017.

Hægt er að kaupa miða á leikinn gegn Portúgal á fimmtudaginn með því að smella hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Pedersen velur 17 manna æfingahóp

Körfubolti

Líður hvergi betur en í Höllinni

Körfubolti

Jón Arnór leggur landsliðsskóna á hilluna

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing