Hlyn­ur Bær­ings­son, fyr­irliði karlaliðs Stjörn­unn­ar í körfubolta, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd körfuboltasambands Íslands, KKÍ.

Bannið fær Hlynur fyrir að slá Dag Kár Jónsson, leikmanns Grindavíkur, þegar Stjarnan fór með sigur af hólmi i fyrsta leiknum í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Domino's-deildarinnar í Mathús Garðabæjar-höllinni um síðustu helgi.

Hlynur verður þar af leiðandi fjarri góðu gamni þegar liðin mætast í öðrum leiknum í einvíginu í HS Orku-höll­inni í Grinda­vík í kvöld.

„Það er mat nefnd­ar­inn­ar að mynd­bands­upp­taka sem fylgdi kæru dóm­ara­nefnd­ar sýni með óyggj­andi hætti að kærði hafi framið brot sem hefði átt að leiða til brott­vís­un­ar. Hinn kærði leikmaður, Hlyn­ur E. Bær­ings­son, skal sæta eins leiks banni vegna hátt­semi sinn­ar,“ seg­ir í úr­sk­urði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.