Millivegalengdahlauparinn Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í gær þegar hann keppti á Harry Schulting leikunum í Hollandi.

Hlynur kom í mark á tímanium 8:01,37 mínútum en fyrra metið hans var 8:02,60 mínútur.

Fyrr á þessu ári bætti Hlynur met Jóns Diðrikssonar í greininni en Jón hafði átt metið í tæplega þrjá áratugi.

Hlynur á einnig Íslandsmetin utanhúss í 10000 metra hlaupi, 10 kílómetra götuhlaupi, hálfu maraþoni og maraþoni.