Í tilefni þess að dregið verður í riðlakeppnina fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu síðar í dag gaf FIFA út eitt af einkennislögum mótsins.
Trinidad Cardona, Davido og heimakonan Aisha gefa út lagið sem má heyra hér fyrir neðan.
Von er á fleiri lögum í tengslum við mótið á næstu vikum en lokaundirbúningur fyrir HM í knattspyrnu er í fullum gangi.
Alþjóðaknattspyrnusambandið kynnti í gær HM-boltann sem verður notast við í Katar.