Stjörnumaðurinn Almar Guðmundsson er þessa stundina ásamt hlaupafélögum sínum að hlaupa heilt maraþon (42,2 km). Almar sem er fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar félagsins er að hlaupa til styrktar meistaraflokka karla og kvenna hjá félaginu.

Með þessu er Almar bæði að styrkja félagið mitt og þar að auki að hlaupa maraþon sömu helgi og til stóð að hann gerði slíkt í London maraþoni áður en veiran breytti flestu.

Í gærkvöldi hafði Almar, með hjálp frá öflugri bakvarðasveit þar sem margt smátt gerir eitt stórt, safnað rúmri hálfri milljón en markmiðið var í upphafi að safna að minnsta kosti 422.000 kr. (10 þúsund krónum á hvern hlaupinn km.).

Þegar því markmiði hafði verið náð ákvað Almar að tvöfalda markmið sitt og stefnir nú að því að fá í sarpinn 844.000. Almar og hlaupafélagar hans hófu hlaupið í rafstöðvarbrekkunni í Garðabænum klukkan átta í morgun.

Áætlað er hlaupararnir komi þangað til baka 9.40-9.50 ca og þá verður tekin önnur umferð og áætluð lok rétt fyrir 12.00 við Toppstöðina ef allt gengur að óskum.