HK/Víkingur fékk stóran skell í heimsókn til Valskvenna í kvöld þar sem Valur skoraði sjö mörk gegn engu.

Alls fóru þrír leikir fram í þrettándu umferð í dag og eru Valskonur komnar með tveggja stiga forskot á ný.

Valskonur skoruðu tvö í fyrri hálfleik en gengu á lagið í seinni hálfleik þegar þær settu fimm.

Í Vestmannaeyjum gekk KR frá leiknum með þremur mörkum á 30. mínútum í 4-2 sigri á ÍBV.

KR komst 1-0 yfir og síðar 4-1 yfir áður en ÍBV tókst að laga stöðuna á lokasekúndum leiksins.

Á sama tíma vann Fylkir 3-1 sigur á Stjörnunni á heimavelli.

Með sigrinum fór Fylkir langleiðina að tryggja stöðu sína í deildinni með níu stiga forskot á fallsætið þegar sex umferðir eru eftir.