Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og ræddu fé­laga­skipti Dags Dan til Or­lando City í MLS deildina. Hjövar er hrifinn af því sem er að gerast í græna hluta Kópa­vogs.

„Breiða­blik ætti bara að fara á markað. Manni langar að fara versla í fé­laginu því það flæða inn peningarnir. Þetta er ó­trú­legt. Það er alltaf talað um að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir sölum. Jú jú. Breiða­blik gerir ráð fyrir því og þetta er hluti af þeirra módeli,“ benti Hjör­var á.

„UBK ehf,“ sagði Bjarni þá og hlógu þeir fé­lagar dátt.

„Blikar selja leik­menn á hverju ári, stundum fleiri en einn. Ísak fór í fyrra og hann og Dagur, þetta voru ekki eftir­sóttir guttar.

Ísak var of þungur hjá Skaga­mönnum, það hafði enginn sér­stakan á­huga á honum. Dagur Dan var í fall­liði Fylkis og það hafði enginn sér­stakan á­huga á honum. Ég meina. Ég vona að Óskar Hrafn fái kött af þessu því hann er að búa þetta til og hjálpa þessum drengjum.

En Breiða­blik, því miður segi ég sem HK-ingur, þeir eru á flottri leið með þetta,“ sagði Hjör­var.