Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var Hjörvar Hafliðason, doktor Football.
Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og ræddu félagaskipti Dags Dan til Orlando City í MLS deildina. Hjövar er hrifinn af því sem er að gerast í græna hluta Kópavogs.
„Breiðablik ætti bara að fara á markað. Manni langar að fara versla í félaginu því það flæða inn peningarnir. Þetta er ótrúlegt. Það er alltaf talað um að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir sölum. Jú jú. Breiðablik gerir ráð fyrir því og þetta er hluti af þeirra módeli,“ benti Hjörvar á.
„UBK ehf,“ sagði Bjarni þá og hlógu þeir félagar dátt.
„Blikar selja leikmenn á hverju ári, stundum fleiri en einn. Ísak fór í fyrra og hann og Dagur, þetta voru ekki eftirsóttir guttar.
Ísak var of þungur hjá Skagamönnum, það hafði enginn sérstakan áhuga á honum. Dagur Dan var í fallliði Fylkis og það hafði enginn sérstakan áhuga á honum. Ég meina. Ég vona að Óskar Hrafn fái kött af þessu því hann er að búa þetta til og hjálpa þessum drengjum.
En Breiðablik, því miður segi ég sem HK-ingur, þeir eru á flottri leið með þetta,“ sagði Hjörvar.