UFC bardagakappinn Luke Rockhold er allt annað en sáttur með það sem hann kallar nísku hjá UFC bardagasamtökunum. Sambandið hefur verið að græða tá á fingri á undanförnum árum en það virðist lítið skila sér út til bardagamannanna sjálfa sem mæta hvor öðrum í bardagabúrinu.

Í viðtali sem hann fór í hjá MMA-fighting á dögunum, bendir Luke Rockhold meðal annars á að bónusar sem greiddir séu út til ákveðinna bardagamanna eftir frammistöðum á bardagakvöldum hafi lítið sem ekkert breyst undanfarin áratug.

Byrjað var að greiða út þessa bónusa árið 2012 og voru þeir þá 50 þúsund dollarar líkt og þeir eru nú. „Virði fyrirtækisins rýkur upp um fo***ng milljarða dollara en við erum enn fastir með 50 þúsund dollara bónusfé? Hvað í fjandanum er í gangi? Fólk þarf að vakna upp af værum svefni."

Til eru dæmi um að UFC hafi hækkað þessa bónusa einstaka sinnum en í grunnin eru þeir líkt og þeir voru árið 2012.