Tveir franskir karlmenn, Mehdi og Gabriel frá Frakklandi, eru komnir til Tyrklands á hjólreiðaferðalagi sínu frá París til Doha í Katar í tilefni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst í nóvember.

Um er að ræða átta þúsund kílómetra langa ferð og þeir þegar búnir að hjóla í gegnum Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Slóvakíu, Ungverjaland, Serbíu og Búlgaríu á leið sinni til Tyrklands.

Mehdi og Gabriel eru að birta myndir og myndskeið frá ferðalaginu sem hófst þann 20. ágúst síðastliðinn á Instagram-reikningnum sínum. Opnunarleikur HM fer fram þann 20. nóvember næstkomandi.