Þegar tvær umferðir eru eftir dugar Íslandi einn sigur til að komast áfram á næsta stig forkeppninar. Alls eru þrjú stig sem Íslendingar þurfa að komast í gegnum til að komast á HM.

Leikirnir fara fram í Pristínu, höfuðborg Kósovó þar sem Íslendingar dvelja ásamt heimamönnum, Slóvökum og Lúxemborg. Strákarnir okkar mæta Slóvökum í dag og Lúxemborg um helgina.

Hjálmar Stefánsson er utan leikmannahópsins í dag en hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Eini nýliðinn í liðinu, Styrmir Snær Þrastarson, er í leikmannahópnum og gæti Þorlákshafnarbúinn því fengið fyrstu mínútur sínar fyrir íslenska landsliðið í dag.