Belgíska kvennalandsliðið lék síðasta æfingaleik sinn fyrir Evrópumótið í sumar í gær þegar Belgar unnu 6-1 sigur á Lúxemborg.

Stelpurnar okkar mæta Belgum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu á sunnudaginn í næstu viku. Íslenska liðið lék fyrsta og eina æfingaleik sinn í aðdraganda mótsins í dag.

Belgar hafa átt misjöfnu gengi að fagna í undirbúningi sínum sem hefur staðið yfir í langan tíma. Belgar hafa unnið tvo æfingaleiki nokkuð sannfærandi, gegn Lúxemborg og Norður-Írlandi sem verður á EM í sumar.

Að sama skapi hafa Belgar tapað tveimur leikjum gegn liðum á EM í sumar, 0-3 tap gegn Englendingum og 0-1 tap gegn Austurríki.