Dúkurinn sem mun hylja Laugardalsvöll þrjár vikur fyrir leik Íslands og Rúmeníu er lagður af stað til landsins.

Um er að ræða hitatjald sem er blásið upp til að hlífa vellinum fyrir íslenska vetrarveðrinu og blæs heitu lofti á völlinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KSÍ leigir þennan dúk en hann var á Íslandi í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í umspili fyrir HM 2014.

Hitadúkurinn er síðasti hluti áætlunnar starfshóps KSÍ um að hafa völlinn leikfærann þegar Rúmenar heimsækja Ísland þann 26. mars næstkomandi.

Kostnaðurinn við að undirbúa völlinn fyrir leikinn hleypur á sjötíu milljónir samkvæmt nýjustu fjárhagsáætlunum KSÍ.

Frá því þegar hitapulsan var á Laugardalsvelli árið 2013.
fréttablaðið/daníel