Þátturinn 433.is er á dagskrá Hringbrautar í kvöld en þar hita íþróttablaðamennirnir Aron Guðmundsson og Helgi Fannar Sigurðsson upp fyrir komandi landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM.

Einnig verður snert á málefnum Bestu deildar karla, en mótið hefst eftir innan við mánuð, sem og stöðunni í ensku úrvalsdeildinni þar sem Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.

433.is á dagskrá Hringbrautar klukkan 20:00 í kvöld.