Tæpar tvær vikur eru í að enska úrvalsdeildin fari af stað. Fréttablaðið hefur hafið upphitun fyrir leiktíðina sem er framundan og ræðir nú við þekkta stuðningsmenn stærstu félagana.

Nú er komið að Manchester United. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson spáði í spilin fyrir komandi leiktíð hjá sínum mönnum.

Ertu ánægður með félagaskiptagluggann til þessa?

Því meiri áhrif sem Ajax-áhrifin eru, því betra. Sem gamall stuðningsmaður Ajax og hollensks fótbolta þá fagna ég því. Það sést á æfingaleikjum að Manchester United er til alls líklegt og þeir verða meistarar.

Sveinn Andri er hrifinn af Ajax-áhrifum ten Hag
Fréttablaðið/GettyImages

Hverjar eru væntingar þínar til liðsins fyrir þetta tímabil?

Væntingarnar eru að verða Englandsmeistari.

Hvaða leikmaður heldur þú að muni skara framúr?

Ég held að það muni enginn einn skara fram úr en ég held að Fred muni eiga gott tímabil. Martial og Rashford munu blómstra.