Það mætti spyrja sig hvort knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason, leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins IFK Norrköping sé að fá borgað eitthvað aukalega frá félagi sínu undanfarið. Ari Freyr hefur í síðustu viku þurft að virka leiklistahæfileika sína ítrekað í takt við breytingar á leikmannahópi Norrköping sem hefur vart undan við að kynna nýja íslenska leikmenn félagsins.

Undanfarnar vikur hafa leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson, Andra Lucas Guðjohnsen og nú síðast Arnór Ingvi Traustason gengið til liðs við félagið og samhliða félagskiptum hvers og eins leikmanns hefur birst myndband af Ara Frey í mismunandi aðstæðum vera að taka á móti íslensku kollegum sínum.

Sjón er sögu ríkari en ljóst að Ari Freyr gæti hafa uppgötvað nýjan hæfileika og stefnu þegar knattspyrnuskórnir fara á hilluna.