Al­dís Kara Bergs­dóttir einn al­besti list­skautari landsins undan­farin ár hefur á­kveðið að láta gott heita á ferli sínum sem list­skautari. Al­dís, sem er að­eins 19 ára gömul, til­kynnti um á­kvörðun sína með færslu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

,,List­skautar hafa verið allt mitt líf síðan ég steig á ísinn í fyrsta skiptið og nú eftir 15 ára feril hef ég tekið þá á­kvörðun að leggja skautana á hilluna," segir í færslu Al­dísar sem segist stolt af því sem hún hefur á­orkað á skauta­svellinu.

Al­dís varð fyrsti ís­lenski skautarinn til að ná lág­mörkum inn á Heims­meistara­mót ung­linga sem og Evrópu­meistara­mót full­orðna, þá hefur hún verið valin í­þrótta­kona Akur­eyrar síðast­liðin 3 ár.

,,Þetta eru draumar sem litlu Al­dísi hefði aldrei dottið í hug að hún myndi ná. Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn yfir árin, hann er ó­metan­legur."