Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður úr Víkingi, hafnaði í sjötta sæti þegar hann keppti í stórsvigi á Evrópumótaröð IPC í Liechtenstein dag.

Þetta var annar keppnisdagurinn í röð í stórsvigi en í gær var keppt á landsmóti Liechtenstein. Hilmar Snær varð þá í fimmta sæti en hann var einmitt fimmti eftir fyrri ferðina í morgun en lauk svo keppni í sjötta sæti.

Hilmar Snær var fremur ósáttur við skíðamennskuna í seinni ferðinni en tæpum fjórum sekúndum munaði á fyrri og seinni ferð í dag hjá honum.

Keppni heldur svo áfram hjá Hilmari Snær á morgun og föstudag en þá fer fram svigkeppnin á mótinu. Fyrri dagurinn er svigkeppni á landsmóti Liechtenstein og á föstudag er svigkeppnin á Evrópumótaröð IPC.

Það verður spennandi að fylgjast með Hilmari Snæ næstu daga en hann er sterkari í svigi en stórsvigi. Líkt og í gær bar Frakkinn Arthur Bauchet sigur úr býtum í stórsviginu í dag.